Tölvunarfræði er grunnnám á háskólastigi. Í náminu er meðal annars farið í almenna tölvunarfræði, forritunarmál og hvernig búa má til vefi, stærðfræðigreiningar og hugbúnaðarþróun. Nemendur geta kynnt sér gagnvirkni manns og tölvu, tölvuleikjaþróun, viðskiptafræði og reiknifræði.
Náminu lýkur með BS/BSc prófi. Námstími er þrjú ár.
Kröfur
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám. Mælt er með að umsækjendur hafi lokið ákveðnum einingafjölda í stærðfræði og raungreinum.
Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Nám í tölvunarfræði er fjölbreytt og hægt að sérhæfa sig á ýmsum sviðum sem einnig eru breytileg eftir skólum. Námið er kennt í staðnámi og skiptast námskeiðin í skyldu- og valnámskeið.
Sjá nánar um tölvunarfræðinámið hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.
Kennsla
Nám í tölvunarfræði hefur verið kennt við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík sem einnig hefur verið í samstarfi um nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri.
Að loknu námi
Að loknu BS/BSc prófi er hægt að sækja um leyfi fyrir starfsheitinu tölvunarfræðingur. Möguleiki er að fara í framhaldsnám í tölvunarfræði eða öðrum greinum.
Tengt nám