Einka- og styrktarþjálfun er nám á framhaldsskólastigi sem samanstendur af 100 eininga bóklegum kjarna og 70 eininga sérgreinum þar sem áherslan er meðal annars á lífeðlisfræði, næringarfræði, sálfræði og markaðsfræði auk þjálfunaraðferða og mismunandi æfingakerfa.
Kröfur
Ljúka þarf undanfaraáföngum áður en nám hefst í sérgreinum brautarinnar en hugsanlegt er að fá annað nám metið í stað þeirra. Umsækjendur með stúdentspróf eða bakkalárgráðu frá háskóla fá undanfara metna og komast því beint í sérgreinar.
Upplýsingar um lánshæfi námsins má fá hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fræðslusjóðir stéttarfélaga oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Sérgreinar eru kenndar á tveimur önnum, haust- og vor, bæði fjarnám og staðlotur. Bóklegur hluti námsins fer að mestu fram í fjarnámi en verklegur hluti í staðlotum.
Kennsla
Nám í einka- og styrktarþjálfun er kennt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Að loknu námi
Að loknu námi er til dæmis hægt að starfa á líkamsræktarstöð eða við fjarþjálfun á netinu.
Tengt nám