Byggingarverkamenn vinna við undirbúning og framkvæmdir byggingarvinnu, aðstoða einstaka iðnaðarmenn og vinna undir leiðsögn faglærðra verkstjóra þó einnig sé unnið sjálfstætt við afmörkuð verkefni sem tengjast sérþekkingu viðkomandi starfsmanns. Vinnuaðstæður eru með ýmsum hætti, inni sem úti og getur starfið verið líkamlega krefjandi.
Helstu verkefni
Verkstaður
- mótauppsetning, frásláttur, hreinsun, viðgerðir o.fl.
- steypu- og járnavinna
- uppsetning og niðurrif á stillönsum
- endurtekin verk s.s. skrúfa, negla, bora, kítta, pússa og slípa
- mokstur, jarðvinna, frágangur og hreinsun
Vélar og verkfæri
- almennt viðhald
- stjórnun á krönum, lyfturum og vinnulyftum
- aðstoð við tölvustýrðar vélar
Samskipti og skráning
- sendiferðir og innkaup
- verk- og vinnuskýrslur
Hæfnikröfur
Störf í byggingariðnaði krefjast þekkingar á reglum um meðferð og meðhöndlun hættulegra efna, verkfæra, tækja og véla. Mikilvægt er að þekkja vel til verkfæra og tækja, geta greint og nýtt efni á ábyrgan hátt og fylgt öryggisreglum í hvívetna.
Starfaprófílar FA
Námið
Ýmsar námsleiðir eru í boði, svo sem í byggingargreinum á framhaldsskólastigi eða námskeið á vegum símenntunarmiðstöðva.
Tengd störf