Flugumferðarstjórar vinna við þrenns konar flugumferðarstjórn; flugturnsþjónustu, aðflug og svæðisflugstjórn. Í flugturni er allri flugumferð í nágrenni flugvallar og á flugvellinum sjálfum, stjórnað. Aðflugsstjórn stjórnar flugumferð í blindflugi og flugvélum sem koma til lendingar. Svæðisflugsstjórn stýrir innanlands- og úthafssvæði.

Helstu verkefni

- vera í fjarskiptasambandi við flugvélar og úthluta flughæð og flugferli
- leiðbeina flugvélum um flugbrautir, akstur á flugvelli, lendingu og flugtak
- veita upplýsingar um veður og flugvallarumferð
- skrá og vinna úr upplýsingum sem koma fram í flugáætlunum
- vinna með og nota fluggagnakerfi í flugstjórnarmiðstöð
- skiptast á upplýsingum um og við flugvélar sem eru á leið milli svæða

Hæfnikröfur

Flugumferðarstjórar þurfa að vera 21 árs að lágmarki, hafa lokið viðurkenndri þjálfunaráætlun, vera með gilt heilbrigðisvottorð og sýnt fram á fullnægjandi tungumálafærni. Sem flugumferðarstjóri þarftu að vera fljót/ur að átta þig á aðstæðum og taka réttar ákvarðanir í samræmi við þær.

Námið

Nám í flugumferðastjórn hefur verið í boði á vegum Isavia,

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika