Hópferðabílstjórar vinna við að keyra fólk í rútu eða strætisvagni á milli áfangastaða. Í starfinu felst þjónusta við viðskipavini auk umhirðu og viðhalds viðkomandi bifreiðar.

Helstu verkefni

- yfirfara bíl fyrir brottför og í lok dags; hreinsa rusl og athuga óskilamuni
- huga að öryggisbúnaði og gæta að öryggi farþega
- fylgjast með færð og veðri
- raða pökkum og farangri í farangursgeymslu
- þjónusta við farþega
- skrá upplýsingar um ferðir
- innheimta fargjalda

Hæfnikröfur

Starf hópferðabílstjóra er nokkuð ólíkt eftir því hvort um rútu eða strætisvagn er að ræða. Oftast reynir þó mikið á þjónustulund og samskiptahæfni gagnvart ólíkum hópum farþega. Þekking á búnaði bifreiða og gott aksturslag eru afar mikilvægir þættir en í starfinu er gerð krafa um aukin ökuréttindi. Auk þess er tungumálakunnátta og þekking á skyndihjálp æskileg. Góð líkamlegt ástand er mikilvægt enda geta vinnuaðstæður oft verið þröngar, vinnustellingar einhæfar og langtímasetur hluti af starfinu.

Námið

Skilyrði fyrir ráðningu er að hafa aukin ökuréttindi og rútupróf.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika