Starfsfólk sem sinnir tækniþjónustu virkar sem tengiliðir á milli viðkomandi fyrirtækis og viðskiptavina sem þarfast tæknilegrar aðstoðar. Alla jafna er unnið eftir fyrir fram ákveðnum verkferlum; tekið við verkbeiðnum, leyst úr einfaldari vandamálum en flóknari erindum beint í réttan farveg.
Helstu verkefni
- móttaka þjónustubeiðna og fyrirspurna
- skráning upplýsinga og verkefnabeiðna
- greining á einföldum bilunum vél- og hugbúnaðar
- aðstoð vegna uppsetninga og tenginga
- leiðbeina um almenna notkun hug- og vélbúnaðar
- almenn tækniþjónusta s.s. að stofna notendur, endursetja lykilorð, endurheimta gögn eða veita aðgengi að gagnasvæðum og prenturum
Í starfinu er þeim verkefnum beint til viðeigandi sérfræðinga sem ekki er hægt að leysa fljótt og vel. Starfið getur farið fram í þjónustuveri og jafnvel afmarkast af því að veita þjónustu í gegnum síma.
Hæfnikröfur
Mikilvægt er að hafa góða innsýn í upplýsingatækni á hverjum tíma og viðhalda þeirri þekkingu. Tryggja þarf að meðferð persónuupplýsinga og gagna sé í samræmi við lög og reglur og að verkefnum sem ekki er hægt að leysa í fyrstu snertingu sé beint í réttan farveg.
Starfaprófílar FA
Námið
Ekki er gerð formleg krafa um menntun en ýmsar námsleiðir eru í boði, svo sem á tölvubrautum á framhaldsskólastigi eða námskeið á vegum símenntunarmiðstöðva og einkaaðila.
Tengd störf