Starfsfólk í veitingasal gisti- og veitingahúsa tekur við pöntunum gesta og þjónar til borðs.
Sem starfsmaður í veitingasal vinnurðu gjarnan vaktavinnu, miðlar upplýsingum á milli vaktastarfsmanna og vinnur undir umsjón faglærðra starfsmanna.

Helstu verkefni

- taka við borðapöntunum
- undirbúa matsal fyrir komu gesta og ganga frá í lokin
- taka á móti gestum og veita upplýsingar
- taka á móti pöntunum af matseðli
- leggja á borð og bera fram mat og drykk
- taka á móti greiðslu

Hæfnikröfur

Starfsmaður í veitingasal þarf að eiga auðvelt með samskipti og hafa þekkingu á þeirri vöru og þjónustu sem í boði er. Mikilvægt er að geta miðlað upplýsingum á skýran og hnitmiðaðan hátt auk þess sem þekking á erlendum tungumálum er æskileg.

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun í starfinu en ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði svo sem í tengslum við Menntaskólann í Kópavogi eða Mími – símenntun.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika