Bílamálun er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst meðal annars að auka þekkingu og færni við meðhöndlun efna og málun ökutækja. Möguleiki er að fá færni sem aflað er á vinnumarkaði metna.
Bílamálun er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er þrjú ár að meðtalinni 32 vikna starfsþjálfun.