NÁM

Flugnám – atvinnu

Atvinnuflugmannsnám er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst meðal annars að nemendur öðlist færni og þekkingu á afkastagetu, áætlanagerð, flugveðurfræði, verklagsreglum, flugfræði og fjarskiptum tengdum flugi og loftförum. Eins að nemendur nái færni í sjónflugi og blindflugi.

Meðalnámstími bóklegs náms er eitt ár en verklegt getur verið breytilegt.

Kennsla

Atvinnuflugmannsnám hefur verið kennt við Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands. Á vef Samgöngustofu má finna margskonar frekari upplýsingar.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára, hafa einkaflugmannsskírteini, 1. flokks heilbrigðisvottorð og hafa flogið að minnsta kosti 150 klukkustundir sem flugmaður. Gerðar eru kröfur um ákveðna þekkingu í stærðfræði, eðlisfræði og ensku. Sjá nánar inntökuskilyrði skólanna.

Námið hefur verið lánshæft til framfærsluláns og annarra lána hjá Menntasjóði námsmanna. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Atvinnuflugmannsnám skiptist í bóklegar greinar og verklegt nám. Fyrstu tvær annirnar er farið í bóklegar greinar atvinnuflugs en verklegur hluti er að lágmarki 25 tímar með flugkennara. Athugaðu hvort námið eða hluti þess geti verið kennt í fjarnámi.

Að loknu námi

Bóklegt og verklegt nám veitir atvinnuflugmannsréttindi og þar með leyfi til að starfa við og fá greitt fyrir að fljúga hjá flugrekanda.

Störf
Flugumferðarstjóri
Flugmaður
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf