Hagfræði er nám á háskólastigi. Í náminu er lögð áhersla á skilning á lögmálum efnahagslífsins; hugsun, aðferðafræði og kenningar auk þekkingar á helstu hagfræðihugtökum og leikni við að beita þeim við greiningu vandamála.

Grunnnámi lýkur með BA/BS gráðu. Námstími er þrjú ár.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt próf með ákveðnum áherslum sem finna má á heimasvæðum skólanna.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Áherslumunur getur verið á námsskipulagi í hagfræði á milli skólanna og best að kynna sér það á heimasvæðum brautanna.

Kennsla

Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða báðir upp á nám í hagfræði. Við H.Í. er um að ræða nám til BS eða BA – prófs en einnig er í boði tveggja ára meistaranám og viðbótardiplóma. Í HR eru tvær BSc-námsleiðir; hagfræði og fjármál og hagfræði og stjórnun.

Að loknu námi

Að lokinni BS/BA gráðu er hægt að starfa sem hagfræðingur. Starfsvettvangur þeirra tengist gjarnan fjármálum og viðskiptum en einnig í auknum mæli greinum á borð við sálfræði, sagnfræði, landfræði og lögfræði.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika