Á Íþróttabrautum framhaldsskóla er áhersla lögð á ýmsar sérgreinar íþrótta, hreyfingu og þjálfun. Einnig er gjarnan fjallað um þætti á borð við heilbrigði, lýðheilsu og næringarfræði. Slíkum brautum er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á sviði íþrótta- og heilsufræða.