Landfræði er grunnnám á háskólastigi. Í náminu er fjallað um náttúruna og mannlegt samfélag, sér í lagi sambúð fólks og náttúru. Nemendur kynnast öllum helstu sviðum fræðigreinarinnar svo sem náttúrulandfræði, mannvistarlandfræði, kortagerð og greiningu stafrænna landupplýsinga.

Náminu lýkur með BS prófi. Námstími er þrjú ár.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kennsla

Landfræði er kennd við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Einnig er í boði tveggja ára framhaldsnám til MS-gráðu.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sjá nánar um inntökuskilyrði.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið byggist á skyldu- og valnámskeiðum og er kennt í staðnámi. Eftir fyrsta ár velja nemendur sér kjörsvið; náttúrulandfræði eða mannvistarlandfræði. Lokaverkefni er unnið á þriðja ári.

Að loknu námi

Landfræðingar starfa meðal annars að skipulagsmálum, við náttúru- og umhverfisrannsóknir, náttúruvernd, mat á umhverfisáhrifum, kortagerð og meðferð landupplýsinga, byggða- og atvinnuþróun og þróunarsamvinnu.

Störf
Landfræðingur
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjöf