NÁM

Tannsmíði

Tannsmíði er grunnnám á háskólastigi. Megintilgangur námsins er að tryggja að nemendur séu að því loknu færir um að smíða gervigóma, lausa tannhluta, postulínsbrýr og tannplanta.  Áhersla er lögð á að nota nútímaleg, árangursrík og viðurkennd úrræði við smíðina, ávallt með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Tannsmíði er löggilt heilbrigðisgrein.

Náminu lýkur með BS prófi. Námstími er þrjú ár.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kennsla

Nám í tannsmíði er kennt við tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf af bóknámsbraut frá framhaldsskóla eða sambærilegt nám, sjá nánar.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í tannsmíði er fræðilegt og verklegt og fer fram í staðnámi. Námið er einungis hægt að stunda sem aðalgrein.

  • Kenndar eru undirstöðugreinar munngervasmíði á fyrsta og öðru ári
  • Á öðru og þriðja ári er lögð áhersla á verklegar æfingar á kennsluverkstæðum
  • Lokaverkefni er unnið á þriðja ári

Í desember í lok fyrstu annar er haldið samkeppnispróf.

Að loknu námi

Námið veitir rétt til að sækja um starfsréttindi til Landlæknisembættis og geta nemendur að því loknu starfað sem tannsmiðir.

Störf
Tannsmiður
Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Umsjón og ritstjórn:
Arnar Þorsteinsson fyrir

Náms- og starfsráðgjöf