Forritarar vinna við að skrifa kóða á ýmsum forritunarmálum í þeim tilgangi að búa til hugbúnaðarforrit fyrir tölvur. Gjarnan er unnið út frá hugmyndum annarra, á borð við verk- og tölvunarfræðinga, og búnar til aðgerðir sem segja fyrir um hvað beri að gera til að viðkomandi hönnun geti litið dagsins ljós.
Sem tölvuforritari gætirðu unnið hjá margs konar fyrirtækjum eða stofnunum, gjarnan í samstarfi við annað tæknimenntað fólk.