Geislafræðingar vinna við myndgreiningu innan heilbrigðisgeirans í því augnamiði að greina og veita meðferð við margvíslegum sjúkdómum. Starfið felst í að ná myndum af því sem er að gerast í líkamanum og eru notaðar til þess ýmsar aðferðir svo sem röntgen, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni og hljóðbylgjur. Geislafræði er lögvernduð starfsgrein.

Geislafræðingar starfa á myndgreiningardeildum heilbrigðisstofnana, hjá Geislavörnum ríkisins, Hjartavernd og víðar.

Helstu verkefni

- myndgreining með röntgen, segulómun og tölvusneiðmyndum
- rannsóknir til greiningar á sjúkdómum og áverkum
- geislameðferðir
- beinþéttnimælingar
- geislavarnir

Hæfnikröfur

Geislafræðingar fá starfsleyfi frá landlækni og er krafist BS-prófs auk eins árs viðbótarnáms í geislafræði að lágmarki. Geislafræðingur þarf að geta borið ábyrgð á störfum sínum við myndgreiningu og rannsóknir auk þess sem mikilvægt er að virða faglegar takmarkanir og þagnarskyldu þegar við á.

Félag geislafræðinga

Námið

Geislafræði er kennd við læknadeild Háskóla Íslands. Nám sem veitir starfsréttindi sem geislafræðingur tekur fjögur ár; BS-próf auk diplómanáms sem er fyrra námsár í námi til meistaraprófs.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika