Bankagjaldkerar afgreiða viðskiptavini í sambandi við margs konar peningaumsýslu svo sem innistæður, lán eða greiðslu reikninga.
Sem gjaldkeri í banka gætirðu unnið í bankaútibúi eða hjá sparisjóði.
Bankagjaldkerar afgreiða viðskiptavini í sambandi við margs konar peningaumsýslu svo sem innistæður, lán eða greiðslu reikninga.
Sem gjaldkeri í banka gætirðu unnið í bankaútibúi eða hjá sparisjóði.
Bankagjaldkerar þurfa að hafa til að bera ríka þjónustulund auk þess að sýna heiðarleg, ábyrg og nákvæm vinnubrögð. Mikilvægt er að eiga gott með að vinna með tölur auk þess sem þekking á helstu tölvuforritum er nauðsynleg. Í starfinu eru einnig notaðar mynt- og seðlatalningarvélar.
Ekki er gerð formleg krafa um menntun til að gegna starfi gjaldkera í banka en stúdentsprófs er oft krafist auk þess sem ýmis starfstengd námskeið geta verið gagnleg. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.