Matartæknir matreiðir algengan heimilismat á fjölbreytilegan hátt og hugar sérstaklega að þörfum einstakra hópa svo sem barna, aldraðra og sjúklinga. Algengir vinnustaðir matartækna eru heilbrigðisstofnanir og mötuneyti. Matartæknar elda einnig hátíðarmat og setja saman matseðla með hliðsjón af ýmsum sérþörfum.

Matartæknir fær réttindi með leyfisbréfi frá landlækni.

Helstu verkefni

- semja matseðla með hliðsjón af hollustu og næringargildi
- skipuleggja innkaup og panta inn
- taka á móti hráefni og undirbúa það til matargerðar
- breyta matseðlum fyrir þá sem þurfa á sérfæði að halda
- afgreiða fæði úr eldhúsi
- reka mötuneyti, til dæmis í skólum

Hæfnikröfur

Matartæknir þarf að þekkja vel til matreiðslu á almennum heimilismat, næringarfræði og fæðuofnæmis. Mikilvægt er að geta lesið og túlkað innihaldslýsingar á matvælum, reiknað út næringargildi og aðlagað matarskammta að þörfum einstaklinga og hópa.

Þá er færni í skurði og meðferð á grænmeti, fiski og kjöti afar gagnleg ásamt því að passa vel upp á hreinlæti og þrif. Í starfi sem matartæknir notarðu ýmis handverkfæri auk helstu véla og tækja sem notuð eru í eldhúsum.

Matvæla- og veitingafélag Íslands

Námið

Matartæknanám er um þriggja ára nám á framhaldsskólastigi, með starfsþjálfun og hefur verið kennt í Menntaskólanum í KópavogiVerkmenntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Ísafirði.

Grunnnám matvæla- og ferðagreina er einnig kennt við Fjölbrautaskóla Suðurlands, ætlað nemendum sem stefna á vinnu við ferðaþjónustu eða  frekara nám í matvælagreinum.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika