Sölufulltrúi veitir viðskiptavinum upplýsingar og ráðgjöf varðandi þá vöru og þjónustu sem í boði er og gengur frá sölu og sölusamningum.
Sölufulltrúi veitir viðskiptavinum upplýsingar og ráðgjöf varðandi þá vöru og þjónustu sem í boði er og gengur frá sölu og sölusamningum.
Sölufulltrúi þarf að búa yfir söluhæfileikum, þjónustulund, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
Ekki er gerð formleg krafa um menntun til að gegna starfi sölufulltrúa. Gjarnan er óskað eftir stúdentsprófi en margs konar annað nám getur verið gagnlegt auk þess sem ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út námskrá ætlaða þeim sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki og vilja vinna við sölu- og markaðsstörf eða stofna til eigin reksturs.