Bílstjórar á sorphreinsibílum aka samkvæmt fyrirfram ákveðnu skipulagi og eru flokksstjórar þeirra sem tæma sorptunnur. Í smærri sveitarfélögum sjá þeir einir um sorphirðuna.
Í starfi bílstjóra sorphreinsibifreiðar ertu í samstarfi við verkstjóra, aðra bílstjóra, sorphreinsunarmenn og viðskiptavini.

Helstu verkefni

- sækja starfsmenn að morgni
- fylgja starfsmönnum eftir á bíl svo tunnulosun taki sem skemmstan tíma
- fylgjast með að engin hús verði eftir í rusltæmingu
- fylgjast með því sem gerist bak við bílinn
- losa rusl úr bíl í sorpeyðingarstöð

Hæfnikröfur

Til að geta starfað sem sorphreinsunarbílstjóri þarf aukin ökuréttindi (meirapróf) en á gámastöðvum er einnig gerð krafa um vinnuvélaréttindi og réttindi til að aka með tengivagn.

Námið

Nám til aukinna ökuréttinda (meirapróf) til að aka gáma- eða sorphreinsibifreið má hefja 6 mánuðum fyrir 21 ára aldur. Til þess þarf að hafa almennt bílpróf og uppfylla aðrar þær reglur sem hið opinbera setur.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika