Viðburðastjóri sér um skipulagningu og stjórnun fjölbreyttra viðburða á borð við fundi, ráðstefnur, veislur, bæjarhátíðir eða list- og íþróttaviðburði. Starfið felst í ferlinu öllu frá hugmynd til framkvæmdar eftir þeim óskum sem fyrir liggja hverju sinni.
Starfið felst mikið til í verkefnastjórn, starfsmannahaldi og samskiptum við samstarfs- og hagsmunaaðila.

Helstu verkefni

- þarfagreiningar
- skipulagning og áætlanagerð; fjármál, sala, samskipti, öryggi, framkvæmd
- undirbúningur s.s. samningagerð og að tilskilin leyfi séu fyrir hendi
- val á verktökum eða starfsfólki
- skráning, móttaka og þjónusta við gesti
- stjórnun framkvæmdar
Viðburðastjórar vinna alla jafna sjálfstætt og bera ábyrgð á framkvæmd viðburða.

Hæfnikröfur

Í starfi sem viðburðastjóri er afar mikilvægt að geta haldið yfirsýn yfir fjölbreytta verkþætti, útdeilt verkefnum og skipulagt vinnuna eftir eðli og stærð viðburða hverju sinni. Færni í samskiptum og stjórnun er mikilvæg auk þess að geta brugðist við krefjandi og óvæntum uppákomum og unnið undir töluverðu álagi.
Starfaprófílar FA

Námið

Háskólinn á  Hólum býður upp á  eins árs diplómanám í viðburðastjórnun auk þess sem námskeið hafa verið í boði við Háskólann á Bifröst og Lýðskólann á Flateyri.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika