Heilsunuddaranám er starfstengt og á framhaldsskólastigi. Í því felst meðal annars að efla þekkingu og færni varðandi heilbrigðar lífsvenjur og líkamann, bólgur og spennu í vöðvum og vefjum og hvernig beita má nuddi til slökunar og aukinnar vellíðunar.
Meðalnámstími er tvö og hálft til þrjú og hálft ár að meðtalinni starfsþjálfun.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar hjá skóla.
Námið hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms, fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám á heilsunuddbraut skiptist í almennar greinar, almennar heilbrigðisgreinar, sérgreinar brautar og starfsþjálfun. Ljúka þarf almennum greinum og almennum heilbrigðisgreinum áður en byrjað er á sérgreinum brautarinnar.
Athugaðu að námið eða hluti þess getur verið kennt í fjarnámi.

Kennsla

Nám á heilsunuddbraut hefur verið kennt við Fjölbrautaskólann við Ármúla og Framhaldsskólann á Húsavík auk þess sem VMA hyggur á slíkt nám ef næg þátttaka fæst. 

Að loknu námi

Hægt er að starfa sem heilsunuddari að loknu námi. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika