Verkefnastjórar leiða vinnu við tímabundin verkefni og bera ábyrgð á skipulagningu, framkvæmd og mati á því sem gert er. Mikilvægur hluti starfsins er að skipta verkefnum á milli fólks í viðkomandi vinnuteymi, finna lausnir og taka ákvarðanir með tilliti til markmiða verkefnisins og þess fjármagns sem úr er að spila.
Verkefnastjóra er í dag að finna í flestum greinum atvinnulífsins, hvort tveggja opinbera geiranum og sjálfstæðum rekstri.
Helstu verkefni
- dagleg umsjón og verkefnastýring
- leiðbeina samstarfsfólki og hvetja til góðra verka
- sjá til að gögnum, fundargerðum og skýrslum sé haldið til haga
- sjá til að unnið sé samkvæmt kostnaðaráætlun og tímaramma
Hæfnikröfur
Í starfi verkefnastjóra er mikilvægt að geta axlað ábyrgð, leitað lausna, deilt út verkefnum og tekið ákvarðanir, auk áhuga á skipulagi og fjármálum. Verkefnastjórar þurfa einnig að geta tjáð sig vel í ræðu og riti og eiga gott með að starfa með öðrum.
Verkefnastjórnunarfélag Íslands
Að mestu byggt á Utdanning.no - Prosjektleder
Námið
Nám til MS gráðu í verkefnastjórnun er við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en einnig hefur Háskólinn í Reykjavík boðið upp á meistaranám í verkefnastjórnun.
Annars er algengast að menntun verkefnisstjóra sé innan þess sviðs sem viðkomandi verkefni tengjast, til dæmis verkfræði, tölvutækni eða byggingagreinum.
Tengd störf