Hæfniþrep: 5
Félagsfræði picture

Félagsfræði á háskólastigi tengist rannsóknum á nútíma þjóðfélagi, skipulagi, stofnunum og þróun þar sem reynt er að greina orsakir breytinga á milli einstaklinga og hópa. Viðfangsefni félagsfræði eru fjölbreytt og þar á meðal velferðarmál, afbrot, atvinnu- og efnahagslíf, fjölmiðlar, staða kynjanna, innflytjendamál og mannfjöldaþróun.

Grunnnámi lýkur með BA prófi. Námstími er þrjú ár.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Viðfangsefni í félagsfræðinámi eru fjölbreytt þar sem hvort tveggja er um skyldu- og valnámskeið að ræða; Íslenska þjóðfélagið - Félagssálfræði - Klassískar kenningar í félagsvísindum - Rannsóknaraðferðir - Velferðarmál - Afbrotafræði - Atvinnu- og efnahagslíf - Tölfræði - Kynjamunur - Innflytjendamál - Mannfjöldaþróun.

Kennsla

Félagsfræði er í boði við Háskóla Íslands. Fyrir utan grunnnám til BA – prófs eru nokkrar námsleiðir í boði á meistarastigi, fræðilegar og hagnýtar. Einnig er hægt að taka eins árs diplómu að loknu grunnnámi.

Þá er í boði nám í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri, hvort tveggja til BA – prófs og meistaragráðu. Hægt er að velja á milli nokkurra rannsóknaráherslna en námið byggir á samspili félagsfræði, mannfræði og stjórnmálafræði.

Að loknu námi

Félagsfræðingar starfa jafnt hjá hinu opinbera og í einkafyrirtækjum, svo sem í tengslum við fjölmiðla, markaðsmál, stjórnmál, fjármála- og tryggingastarfsemi, rannsóknir eða ráðgjöf.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika