Félagsfræðingur


Félagsfræðingar starfa við að greina og efla skilning á ólíkum sviðum þjóðfélagsins. Rannsóknir félagsfræðinga snúa annars vegar að þróun samfélaga en hins vegar að samskiptum einstaklinga í milli og við stofnanir samfélagsins. Í starfinu felst að safna gögnum um viðhorf, atferli og samskipti fólks og leitast við að lýsa samspilinu milli þessara þátta í fræðilegum eða hagnýtum tilgangi.

Félagsfræðingar vinna hvort tveggja hjá hinu opinbera og í einkageiranum til dæmis við stjórnsýslu, félagsþjónustu, kennslu, rannsóknir eða ráðgjöf. Í starfi félagsfræðings gætirðu sérhæft þig í greinum á borð við fjölmiðlafræði, afbrotafræði, heilbrigðis- og félagsmál eða rannsóknum ýmis konar.

Helstu verkefni

- velferðarmál og lífskjör
- afbrot
- atvinnu- og efnahagslíf
- fjölmiðlar
- staða kynjanna
- málefni innflytjenda
- unglinga og fjölskyldumál
- heilbrigði, lýðheilsa og mannfjöldaþróun

Hæfnikröfur

Til að starfa sem félagsfræðingur þarf að hafa lokið háskólanámi í greininni. Mikilvægt er að þekkja til gagnasöfnunar, greiningar og úrvinnslu gagna og geta túlkað og skráð niðurstöður og tillögur þeim tengdar.

Félagsfræðingafélag Íslands

Námið

Félagsfræði er kennd við Háskóla Íslands. Grunnnámið til BA – gráðu er þrjú ár en einnig er boðið upp á diplómu- og meistaranám.

Þá er í boði nám í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri, hvort tveggja til BA – prófs og meistaragráðu. 

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika