STARF

Búfræðingur

Flestir búfræðingar starfa við búfjárrækt; nautgriparækt, sauðfjárrækt eða hrossarækt. Störf þeirra fela í sér hirðingu búfjár og nýtingu lands í þeim tilgangi að framleiða mat og hráefni fyrir matvæla- og fataiðnað.

Í starfi sem búfræðingur gætirðu ýmist sinnt eigin rekstri eða unnið sem starfsmaður hjá öðrum en auk þess starfa margir búfræðingar við þjónustustörf í landbúnaði.

Helstu verkefni
  • dagleg hirðing búfjár með velferð þess í huga
  • ræktun búfjár til að bæta afurðir
  • bera á tún og heyja
  • viðhald á byggingum og girðingum
  • hirðing og viðhald búvéla
Hæfnikröfur

Búfræðingar þurfa að þekkja vel til á ýmsum sviðum landbúnaðar, ræktunar og frumframleiðslu fóðurs og matvæla ásamt hæfni í hirðingu og meðferð dýra og færni í notkun véla. Mikilvægt er að geta unnið sjálfstætt og leiðbeint öðrum í starfi. Búfræðingar þurfa að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og þekkja lagaumhverfi landbúnaðar, meðal annars um hirðingu og aðbúnað búfjár. Við vinnuna eru notuð margs konar handverkfæri ásamt alls kyns vélum á borð við dráttarvélar og heyvinnuvélar.

Bændasamtök Íslands

Námið

Búfræði er kennd í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og er tveggja ára nám á framhaldsskólastigi.

Búfræði
Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Blómaskreytir

Dýralæknir

Fiskeldisfræðingur

Fornleifafræðingur

Hestasveinn

Jarðfræðingur

Landfræðingur

Landslagsarkitekt

Náms- og starfsráðgjöf