STARF

Skrifstofufulltrúi

Skrifstofufulltrúar annast öll almenn skrifstofustörf á borð við bréfaskriftir, símsvörun og upplýsingamiðlun. Starfið getur einnig falið í sér greiðslu og innheimtu reikninga ásamt ýmis konar bókhaldsvinnu.

Helstu verkefni
  • skrifa bréf og texta
  • móttaka, flokkun, vistun og dreifing skjala
  • gagnaskráning
  • panta og taka á móti skrifstofuvörum
  • sjá um undirbúning funda
  • umsjón með tækjum á skrifstofu
Hæfnikröfur

Skrifstofufulltrúi þarf að þekkja til helstu skrifstofustarfa, geta skráð og unnið með upplýsingar í gagnasöfnum og nýtt upplýsingatækni og algengan skrifstofubúnað. Æskilegt er að geta fært og gert upp bókhald og veitt ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi vörur og þjónustu.

Námið

Til að gegna starfi skrifstofufulltrúa er oft gerð krafa um stúdentspróf auk þess sem margs konar annað nám getur verið gagnlegt. Þá kunna ýmis starfstengd námskeið að standa til boða.

Þá hefur raunfærnimat farið fram og/eða kann að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika

Tengd störf

Bókari

Viðskiptafræðingur

Náms- og starfsráðgjöf