Snyrtifræði er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í því felst meðal annars að auka færni nemenda í meðferð snyrtivara, beitingu áhalda og tækja og að veita þá alhliða þjónustu sem í boði er á snyrtistofum. Snyrtifræði er löggilt iðngrein.
Meðalnámstími er um fjögur ár að meðtalinni starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.
Kröfur
Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla.
Námið hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.
Námsskipulag
Snyrtifræðinám skiptist í almennar greinar, sérgreinar brautarinnar og starfsþjálfun. Nemandi gerir námssamning við meistara í faginu þar sem starfsþjálfunin fer fram.
Kennsla
Snyrtifræði hefur verið kennd við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Einnig er í boði grunnnám hár- og snyrtigreina við Menntaskólann á Ísafirði.
Að loknu námi
Að námi og starfsþjálfun lokinni er möguleiki á að fara í sveinspróf sem veitir rétt til starfa í greininni ásamt inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.
Tengt nám