Hæfniþrep: 3
Listnámsbrautir picture

Nám á listabrautum framhaldsskóla er ýmist í boði til tveggja ára framhaldsskólaprófs eða stúdentsprófs. Námsframboð getur verið fjölbreytt með áherslu á myndlist, hönnun, nýsköpun, sjón- og sviðslistir eða textílmennt og er ætlað að virkja sköpunarkraft nemenda og veita grunn fyrir áframhaldandi nám í tengslum við skapandi greinar. Sjá einnig tónlistarbrautir.

Kröfur

Almennt þarf að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla. Ýmis sérviðmið geta hins vegar átt við inn á mismunandi brautir og best er að kanna þau mál á heimasíðum viðkomandi skóla.Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám á listnámsbrautum skiptist gjarnan í kjarna og sérsvið ásamt valgreinum og er hvort tveggja fræðilegt og verklegt. Áherslur, sérhæfing og val kann að vera mismunandi eftir skólum en alltaf mikilvægt að skipuleggja námsframvindu til stúdentsprófs með hliðsjón af aðgangsviðmiðum háskóla.

Kennsla

Listnámsbrautir eru í boði við marga framhaldsskóla og hafa eftirtaldir samþykkta námskrá en námið gæti verið í boði víðar.
Borgarholtsskóli - áhersla á grafíska hönnun, kvikmyndagerð og leiklist
Fjölbrautaskólinn við Ármúla - Nýsköpunar- og listabraut
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - myndlist, fata og textílbraut og nýsköpun.
Fjölbrautaskóli Suðurlands - textíl og fatahönnun, leiklist, myndlist og tónlist
Fjölbrautaskóli Suðurnesja – myndlistarlína og tónlistarlína
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ - fata- og textílhönnun, leiklist og myndlist
Framhaldsskólinn í Austur - Skaftafellssýslu - listasvið
Menntaskólinn á Akureyri - Sviðslistabraut
Menntaskólinn á Egilsstöðum – sjónlistir og sviðslistir
Menntaskólinn við Hamrahlíð – listdansbraut og listmenntabraut
Menntaskólinn á Ísafirði - lista- og nýsköpunarbraut
Menntaskólinn á Tröllaskaga -  myndlist, tónlist og ljósmyndun
Myndlistaskólinn í Reykjavík -  fornám, listnám og áfangar sem nýst geta til BA-prófs
Verkmenntaskólinn á Akureyri - hönnun og textíl, myndlist og tónlist
Verslunarskóli Íslands – nýsköpunar- og listabraut

Að loknu námi

Nám í listgreinum á framhaldsskólastigi getur verið góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í list- og hönnunargreinum eða ýmsum hug- og félagsvísindum auk þess að vera góður grunnur fyrir störf innan lista, menningar og skapandi greina.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika