Dans er sjálfstæð og fjölbreytt listgrein. Danssviðið rúmar margs konar dansafbrigði en dans getur einnig verið hluti af leikriti, söngleik eða óperu svo dæmi séu tekin.
Flestir atvinnudansarar hafa dansað frá unga aldri enda ekki um að ræða starf sem skólaganga ein og sér skilar. Til að ná árangri þarf bæði mikinn áhuga og stífar æfingar. Dansarar geta unnið sjálfstætt, sett saman eigin dansverkefni og sameinað þannig sköpunarferlið og dansinn sjálfan. Annars taka atvinnudansarar ýmist þátt í styttri sjálfstæðum dansverkefnum eða uppsetningum leikhúsa, óperu eða Íslenska dansflokksins.
Helstu verkefni
Þrjár megingreinar dans sem sviðslista eru:
- klassískur ballett
- djassballett
- nútímadans/samtímadans
Hæfnikröfur
Í starf atvinnudansara þarf góða líkamsbyggingu, mikla hreyfigetu, gott tóneyra og úthald. Að geta unnið með öðrum er afar mikilvægt sem og að geta tekið þátt í skapandi vinnu. Starfið er mjög líkamlega krefjandi en einnig er andlegur styrkur mikilvægur; að geta einbeitt sér og stefnt að settu marki.
Að mestu byggt á Utdanning.no - Danser
Félag íslenskra listdansara
Námið
Dansnám á háskólastigi er í boði við Listaháskólann auk þess sem dansnám getur verið hluti af listnámsbrautum framhaldsskóla.
Þá er yfirlit dansskóla að finna á vefsíðu FÍLD.
Tengd störf