Danshöfundur eða kóreógraf skapar og hannar fagurfræðilega útfærslu dansverka og danshreyfinga.  Unnið er við uppsetningu danssýninga, hvort tveggja eigin verkefni og annarra.

Danshöfundar sem vinna að eigin uppsetningum bera ábyrgð á  öllum þátttakendum; dönsurum, leikurum, tónlistarfólki, búningahönnuðum og sviðsmönnum auk þess að halda utan um framleiðslu og stjórnun.

Margir danshöfundar búa einnig yfir reynslu sem atvinnudansarar og geta sérhæft sig í mismunandi stílum á borð við ballett, hiphopp, djassballett eða nútímadans.

Helstu verkefni

Danshönnun; hreyfingar í viðkomandi dansverki.
Æfingar með dönsurum.

Danshöfundar geta unnið sjálfstætt að eigin verkefnum, í leikhúsum, fyrir sjónvarp eða annars staðar þar sem dans er kenndur og iðkaður.

Hæfnikröfur

Í starfi danshöfundar er sköpunargáfa mikilvægur eiginleiki auk þekkingar á dansi og danshreyfingum. Einnig þarf að geta stýrt verkefnum og eiga gott með að setja sig í spor annarra. Mikilvæg forsenda þess að gerast danshöfundur er að brenna fyrir einhverju sem ástæða er til að koma á framfæri með dansi.

Að hluta byggt á Utdanning.no - Koreograf

Námið

Dansnám á háskólastigi er í boði við Listaháskólann auk þess sem dansnám getur verið hluti af  listnámsbrautum framhaldsskóla. Þá er yfirlit dansskóla að finna á vefsíðu FÍLD.

Meistaranám í kóreógrafíu er víða í boði við erlenda háskóla.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika