Þau sem hafa atvinnu af tónlistarflutningi búa til, flytja og samræma tónlist innan margra tegunda og stílbrigða. Starfið getur falist í að leika á hljóðfæri, syngja, stjórna eða útsetja tónlist - í margs konar tilgangi. Söngvarar notar röddina til að miðla og hljóðfæraleikarar spila á hljóðfæri, eitt eða fleiri. Tónskáld býr til og þróar tónlist en hljómsveitarstjóri samhæfir fleira tónlistarfólk í hópi svo sem kór eða hljómsveit. Algengt er að tónlistarfólk sérhæfi sig í klassískri tónlist, eða rytmískri svo sem djassi, poppmúsík, rokki eða þjóðlagatónlist.
Tónlistarfólk sem vill ná árangri þarf að æfa mikið, vinna stöðugt að tónlistinni, þroska eigin hæfileika og víkka sjóndeildarhringinn. Í tónlistinni getur samkeppni verið hörð þar sem gleði, löngun og vilji til að skapa eru lykilatriði til að geta haldið velli.
Flest tónlistarfólk er sjálfstætt starfandi og sinnir tilfallandi uppákomum eða hljóðversvinnu en getur einnig verið fastráðið í einni eða fleiri hljómsveitum sem koma reglulega fram. Tónlistarfólk vinnur einnig oft við tónlistar- eða söngkennslu.
Helstu verkefni
- sinna æfingum, ein/n eða með öðrum
- skrifa, semja og þróa tónlist
- flytja tónlist á sviði, í útvarpi eða sjónvarpi
- sinna markaðsstarfi vegna viðburða
Hæfnikröfur
Tónlistarfólk þarf að vera músíkalskt, hafa góða heyrn og eiga gott með að koma fram á sviði. Að geta einbeitt sér að einstaka verkefnum, löngun til taka framförum og geta lifað sig inn í aðstæður eru einnig góðir eiginleikar til að geta flutt áhorfendum skilaboð.
Byggt á Utdanning.no - Musiker
Námið
Fjölbreytt tónlistarnám er í boði á Íslandi, allt frá styttri námskeiðum og að námsbrautum á framhaldsskóla- og háskólastigi.
Tengd störf