Grunnskólakennaranám til starfsréttinda er grunn- og framhaldsnám á háskólastigi. Meginmarkmið námsins er að nemendur öðlist skilning á hugtökum, kenningum og aðferðum í grunnskólakennslu og þroska- og félagslegri stöðu barna. Sérhæfing er í mismunandi námsgreinum og miðlun þeirra, kennslu og námsefnisgerð.
Náminu lýkur með B.Ed. og M.Ed. prófi. Námstími til B.Ed prófs er þrjú ár og M.Ed. prófs tvö ár, samtals fimm ár.